Leigusalar

Skattur af leigutekjum

Er kostnaður leigusala við eign frádráttarbær frá skatti?

Ef útleigureksturinn er atvinnustarfssemi er kostnaður frádráttarbær frá skattstofni. Skattur er þá greiddur af tekjum að frádregnum gjöldum. Skatthlutfallið fer þá eftir skatthlutfalli viðkomandi aðila, 18% fyrir félag og 35,72% fyrir einstaklinga.

Útleiga á atvinnuhúsnæði telst vera atvinnustarfssemi.

Til þess að draga mörkin á því hvenær útleiga íbúðarhúsnæðis er orðin það mikil að umfangi að líta beri á hana sem atvinnurekstur er litið til þess hvort heildarverðmæti íbúðarhúsnæðis fari yfir tiltekin mörk og sé svo telst útleigan vera atvinnurekstur. Atvinnurekstrartekjurnar eru skattlagðar í hærra skattþrepi (núna 35,72% í einkarekstri), en á móti kemur að heimilt er að draga rekstrarkostnað frá tekjunum fyrir skattlagningu eftir reglum 31. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt.

Útleiga manns á íbúðarhúsnæði telst ekki til atvinnurekstrar eða sjálfstæðrar starfsemi í þessu sambandi nema því aðeins að heildarfyrningargrunnur slíks húsnæðis í eigu hans í árslok nemi 29.324.700 kr. eða meira ef um einstakling er að ræða, en 58.649.400 kr. ef hjón eiga í hlut.

Leigutekjur af íbúðarhúsnæði undir þessum mörkum skattleggjast þannig, að 70% leigutekna bera 18% skatt, en 30% bera engan skatt. Þó má einstaklingur, sem leigir út húsnæði tímabundið, draga frá leigutekjum leigugjöld af íbúðarhúsnæði, sem hann leigir sjálfur (leiga á móti leigu).

Við vísum á Endurskoðun & ráðgjöf varðandi skattaleg málefni.

Umsagnir viðskiptavina

Vil byrja á að þakka fyrir góða þjónustu og jafnframt að óska eftir að íbúð mín verði afskráð hið fyrsta.
Er þegar kominn með leigjanda.

Með fyrirfram þökk -Sigurður