Framnesvegur

101 Reykjavík

Eign skráð: 04.07.2020
Leiga á mánuði: 210.000 kr.
herbergi: 3
Fermetrar: 67 m2

Tegund eignar: Íbúð í fjölbýli
Laus frá: 01.09.2020
Laus til: Langtímaleiga

Framnesvegur

Notendur athugið!

Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.

Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.

Framnesvegur, 101 Reykjavík

Um eignina

Björt og vel skipulögð 3ja herbergja, 67 fermetra, íbúð á annarri hæð í fjölbýlishúsi við Framnesveg. Íbúðin skiptist í forstofu, rúmgott hjónaherbergi, svefn- og/eða vinnuherbergi, baðherbergi, og stórt og bjart opið rými sem tengir stofu og eldhús. Fyrir utan eldhúsið eru svalir sem vísa í suður með grilli, stólum og litlu borði. Þvottahús er í kjallara, sem og stór sameiginleg hjóla-, vagna- og dekkjageymsla. Íbúðin er nýlega máluð og beykiparket er á gólfum en flísar á baðherbergi. Með íbúðinni fylgir stór ísskápur með frysti og þvottavél á baðherbergi.

Mjög góð staðsetning í Vesturbænum, stutt í skóla, verslanir og aðra þjónustu.

Íbúðin er laus frá og með 1. september. Leitað er að leigjendum til lengri tíma. Meðmæli frá fyrri leigusölum er mikill kostur. Dýrahald er ekki leyft og reykingar eru bannaðar.

Leigan er 210.000 á mánuði og er þar innifalinn hússjóður sem nær yfir allan hita, rafmagn í sameign og þrif á sameign ofl. Vatn og rafmagn í íbúð greiðist af leigjanda. Bankaábyrgðar sem samsvarar 2ja mánaða leigu er krafist.

Trygging

 • Upphæð tryggingar: 420.000 kr.
 • Tegund tryggingar:

Gjöld

 • Hússjóður: Innifalið
 • Rafmagn: Ekki innifalið
 • Hiti: Innifalið

Leigist með

 • Salerni
 • Baðkari
 • Sturtu
 • Þvottaaðstöðu
 • Þvottavél
 • Uppþvottavél
 • Eldavél
 • Ísskáp

Kvaðir

 • Gæludýr: Nei
 • Reykingar: Nei
 • Meðleigjandi: Samkomulag
 • Kyn: Bæði kyn

Til baka

Til að fá upplýsingar um hver sýnir þessa eign - smelltu á appelsínugula hnappinn "Senda fyrirspurn"