Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.
Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.
Falleg studíóíbúð til leigu í miðbæ Reykjavíkur, fullbúin húsgögnum. Forstofa er flísalögð og með fatahengi. Eldhús er með ljósa fallega innréttingu, eldavél og ofni. Svefnherbergi er með fataskáp. Svefnherbergi, stofa og eldhús eru í einu opnu og björtu rými. Parket er á gólfum íbúðarinnar. Baðherbergi er með fallegri ljósri innréttingu með góðu skápaplássi og sturtu. Gólf og veggir eru flísalagðir á baðherbergi. Sameiginlegt Þvottahús er í kjallara með þvottavél og þurrkara. Íbúðin er á góðum stað í 101 Reykjvík þar sem stutt er í alla þjónustu, verslun, leikskóla, grunnskóla og miðbæ Reykjavíkur. Leigutími má vera til skemmri tíma en ekki minni en þrír mánuðir.
Til að fá upplýsingar um hver sýnir þessa eign - smelltu á appelsínugula hnappinn "Senda fyrirspurn"