Hörgshlíð

105 Reykjavík

Eign skráð: 03.01.2022
Leiga á mánuði: 250.000 kr.
herbergi: 3
Fermetrar: 70 m2

Tegund eignar: Íbúð í fjölbýli
Laus frá: 01.03.2022
Laus til: Langtímaleiga

Hörgshlíð

Notendur athugið!

Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.

Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.

Hörgshlíð, 105 Reykjavík

Um eignina

Íbúð á jarðhæð í rólegu og barnvænu hverfi með fallegum garði og litlum sólpalli. Stutt í alla þjónustu og skóla. Nálægð við náttúru í Öskjuhlíð og á Klambratúni. Nóg er af bílastæðum í götunni.

Eignin leigist með húsgögnum og borðbúnaði en nánari tilhögun er þó umsemjanleg. Íbúðin skiptist í forstofu með skóskáp og hurð sem liggur inná sameign – þar eru þvottavél og fjórar þvottasnúrur til afnota. Þar er einnig geymsla sem getur fylgt, sé þess óskað. Inn af forstofu er alrými með eldhúsi og samliggjandi stofu. Með eldhúsi fylgir eldavél, ísskápur og uppþvottavél.

Baðherbergið er nýuppgert með „walk-in“ sturtu og fallegum flísum. Í stofu er stórt borðstofuborð, sófaborð, sófi og sjónvarp. Úr stofu er gengið inn í tvö svefnherbergi – annað stærra með rúmgóðum fataskáp, hitt aðeins minna með opnum fataskáp.
Innifalið í leiguverði er hiti, rafmagn og hússjóður. Internet er uppsett og hægt að bæta því við leiguverð á kostnað leigutaka.

Eignin leigist eingöngu til aðila með hreina sakaskrá og leigumat frá Leiguskjóli. Skilyrði fyrir leigumati frá Leiguskjóli er að vera með lánshæfi A eða B og sýna fram á nægilegar launatekjur svo að leigugreiðslur verði ekki vandamál. Farið er fram á tveggja mánaða leigutryggingu til trygginga á réttum efndum sem og á skemmdum sem kunna að verða á meðan á leigutíma stendur. Athugið að tekið er við leiguábyrgð frá Leiguskjóli en þar þarf ekki að leggja út nema 20% af fjárhæð ábyrgðar.

Trygging

 • Upphæð tryggingar: 500.000 kr.
 • Tegund tryggingar:

Gjöld

 • Hússjóður: Innifalið
 • Rafmagn: Innifalið
 • Hiti: Innifalið

Leigist með

 • Húsgögnum
 • Sjónvarpi
 • Geymsla
 • Salerni
 • Sturtu
 • Þvottaaðstöðu
 • Þvottavél
 • Uppþvottavél
 • Eldavél
 • Ísskáp
 • Sérinngangi

Kvaðir

 • Gæludýr: Nei
 • Reykingar: Nei
 • Meðleigjandi:
 • Kyn: Bæði kyn

Til baka

Til að fá upplýsingar um hver sýnir þessa eign - smelltu á appelsínugula hnappinn "Senda fyrirspurn"