Sigtún

105 Reykjavík

Eign skráð: 05.01.2021
Leiga á mánuði: 205.000 kr.
herbergi: 2
Fermetrar: 83 m2

Tegund eignar: Íbúð í fjölbýli
Laus frá: 31.01.2021
Laus til: Langtímaleiga

Sigtún

Notendur athugið!

Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.

Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.

Sigtún, 105 Reykjavík

Um eigninaTil leigu rúmgóð 2ja-3ja herbergja íbúð á efstu hæð skráð 85 fermetrar, – í Sigtúni (til móts við gamla Blómaval), í Teigunum rétt hjá Ásmundasafni, mjög miðsvæðis í bænum.
Það eru ekki íbúðarhús á móti og gatan er mjög breið og næg bílastæði. Frábært hverfi.

Stutt er í Laugardalinn, þar með talið Laugar og Laugardalslaugina.
Einnig stutt í alla þjónustu svo sem Nettó, bensínstöðvar, apótek, kaffihús, fjölda þjónustuaðila og veitingastaði á Suðurlandsbraut.

Sjá hér líka lýsing á íbúð: https://www.airbnb.is/manage-your-space/2015371
(ath. meðfylgjandi myndir eru frá þarsíðasta leigjanda, sama íbúðin en núna eru nær engin húsgögn i henni).

Ath. íbúð er skráð 3ja herbergja hjá Fasteignamati, en það er bara 1 svefnherbergi en hægt að stúka af annað sem hluta af stofu sjá að neðan nánar.

Lýsing á íbúð:
Anddyri er sameiginlegt með íbúð á 1.hæð - þar sem eigandinn býr, flottar og snyrtilegar tröppur.

Gengið er upp teppalagðar tröppur upp á efstu hæð, þar er rúmgott anddyri og afar gott skápapláss í opinni forstofu.

Eldhús á vinstri hönd er fremur stórt og rúmgott með 2 gluggum og útsýni og ágætum innréttingum með fínu skápaplássi og ágætu eldhúsborði sem fylgir.

Eldri uppþvottavél er til staðar sem fylgir sem og ágætur ísskápur.

Baðherbergi er meðalrúmgott með nýjum blöndunartækjum og góðri sturtu og ágætu skápaplássi.

Svefnherbergi er í stærra lagi (um 13 fermetrar) og með mjög góðu skápaplássi og 2 gluggum til norðurs og austurs.

Stofan er stór með smá súð og hægt væri að stúka hana af og hafa þar svefn – aðstöðu t.d. fyrir barn sem væri um helgar hjá viðkomandi (herbergi 3) eða fyrir þann fullorðna.

Stórar svalir eru útfrá vesturenda stofunnar og snúa til suðvesturs - gott útsýni og svalaborð fylgir.

Íbúðin er einkar björt og fín og húsið er fallegt og vel við haldið. Það var tekið í gegn þarsíðasta sumar þ.e. allir gluggapóstar og fleira. Hiti og ofnar í íbúð voru tekinn í gegn í sumar.
Gott útsýni er úr íbúðinni.

Öll ljós fylgja og fyrir öllum gluggum eru góð gluggatjöld frá Álnabæ, myrkvunar í svefnherbergi.

Gólfefni:
Korkur á eldhúsi, flísar á baði og snyrtilegur parketdúkur á svefnherbergi og stofu. Öll ljós og góð lýsing til staðar. Ágætur gróin suðurgarður og það er sólríkt og mjög skjólgott í Sigtúninu.

Aðrir í húsinu:
-Eigandi býr einn á 1.hæð en 16 ára dóttir er stundum hjá mér, sem og erlendir gestir stöku sinnum.
- Í kjallara er par um 30 ára og tvö börn sem eru þar aðra hverja viku.
Íbúðir eru sem sagt þrjár í húsinu.

Athugið
a) Einungis traustur, skilvís og snyrtilegur leigjandi kemur til greina
b) Reyklaus
c) Og afsakið einhvern sem talar íslensku eða ensku lýtalaust
d) Vert að ítreka að einungis eitt svefnherbergi og hentar því ekki vel þar sem barn er með fasta búsetu.
e) Trygging er ca. 3ja mánaða leiga í formi penings að hluta, ábyrgðamanns eða bankaábyrgðar

Íbúðin gæti t.d. hentað aðila sem er með barn aðra hvora helgi hjá sér. Er helst að leita að einstakling sem er t.d. af og til með barn hjá sér eða pari. Íbúðin hentar því miður ekki fólki með meira en eitt barn.

Áhugasamir sem uppfylla þessi skilyrði senda skilaboð/ tölvupóst á - hakon@netid.is
með helstu upplýsingum, svo sem
a) nafn og kennitala, b) fjölskylduhagir, c) starf

Íbúðin er laus frá lok janúar. Í desember og byrjuð janúar verður hún aðeins "sheinuð" til.

Verð er með inniföldum
i) hita
ii) háhraða ljósleiðara
iii) smá hússjóði
iv) einhver húsgögn auk ofangreinds - svo þvottavél o.fl. eftir samkomulagi.

Verð kr. 205 þús. (ef einn í heimili slæ ég etv. aðeins af).

Aðeins rafmagn bætist við c.a. 4 þús.

Viðkomandi getur væntanlega fengið húsaleigubætur enda leiga uppgefin eins og lög reglur kveða á um.

Trygging

 • Upphæð tryggingar: Engin
 • Tegund tryggingar: Samkomulag

Gjöld

 • Hússjóður: Innifalið
 • Rafmagn: Ekki innifalið
 • Hiti: Innifalið

Leigist með

 • Internettengingu
 • Geymsla
 • Salerni
 • Sturtu
 • Þvottaaðstöðu
 • Þvottavél
 • Uppþvottavél
 • Eldavél
 • Ísskáp
 • Svalir

Kvaðir

 • Gæludýr: Nei
 • Reykingar: Nei
 • Meðleigjandi: Samkomulag
 • Kyn: Bæði kyn

Til baka

Til að fá upplýsingar um hver sýnir þessa eign - smelltu á appelsínugula hnappinn "Senda fyrirspurn"