Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.
Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.
Fallegt 7 herbergja einbýlishús á Kársnesinu Kópavogi. Húsið er á tveimur hæðum auk kjallaraíbúðar sem leigist öðrum aðila.
Á neðri hæð er forstofa, opið rými með eldhúsi, borðstofu og sjónvarpskrók. Stór stofa með útgengi á rúmgóðan pall og þaðan út í góðan garð. Baðherbergi með baðkari og svefnherbergi með skápum. Þvottahús er innan af eldhúsi og geymsla er undir stiga.
Á efri hæð eru 4 svefnherbergi og baðherbergi með sturtu.
Húsið leigist með einhverjum húsgögnum, skv. samkomulagi. Í innkeyrslu er hægt að tengja rafmagnsbíl.
For information on this property you need to press the orange button, "Request information"