Tilmæli frá lögreglu: Aldrei greiða húsaleigu nema búið sé að skoða íbúðina og kanna hvort auglýsandinn sé eigandi hennar.
Police notice: Always inspect the apartment before paying rent and ensure that the advertiser is the actual owner.
Skrifstofuhúsnæði á 5. hæð í sögufrægu húsi á besta stað í miðborginni. Flatarmál hins leigða er 97,1 m2 að birtu flatarmáli í fasteignaskrá. Hæðin er að grunnfleti töluvert stærri en er að nokkrum hluta undir súð. Þetta er fullkomið rými fyrir lítil fyrirtæki sem vilja vera miðsvæðis í borginni. Hæðin skiptist í sal sem liggur eftir endilöngu rýminu, fundarherbergi í vesturenda, og eldhús, baðherbergi með sturtu og þvottaherbergi í austurenda. Inngangur er bæði um lyftu beint upp á 5. hæð og stigagang og sérstakan inngang af 4. hæð. Meðfram suðurhlið stofu eru stórir gluggar og fallegt útsýni yfir borgina. Frá norðurhlið er útsýn yfir Þjóðleikhúsið og Esjuna. Fimm fasa rafmagn er í húsinu.
For information on this property you need to press the orange button, "Request information"