Leigjendur

Leigusamningar

Mikilvægi skriflegs leigusamnings - Áhættan af því að hafa ekki skriflegan leigusamning

Mikilvægt er fyrir leigjanda að hafa skriflegan leigusamning til að forðast vandræði á leigutímanum og til að tryggja rétt sinn. Munnlegir leigusamningar geta reynst leigjanda varasamir.

Best er að láta löggiltan leigumiðlara ganga frá skriflegum samningi um leiguhúsnæði til að forðast  mistök við samningagerðina. Algengt er að leigusamningar séu ranglega gerðir og þá hallar oftast á leigjandann. Því er mikilvægt að þú sem leigjandi gætir hagsmuna þinna og gangir frá leigusamningi hjá löggildri leigumiðlun.

Umsagnir viðskiptavina

Heil og sæl, Ég vildi bara láta ykkur vita að ég er búin að leigja íbúðina og vil því biðja ykkur að taka út auglýsinguna.
Ég þakka fyrir ykkur fyrir frábæran vef.

Kveðja Matthildur