Leigjendur

Úttekt á leiguhúsnæði

Leiguúttekt samkvæmt húsaleigulögum skal hlutaðeigandi byggingarfulltrúi framkvæma. Aðilum er skylt að láta fara fram úttekt á hinu leigða við afhendingu eða við skil í lok leigutíma ef annar aðilinn krefst þess.

Til að forðast vandræði við lok leigutíma vegna hugsanlegrar rýrnunar og skemmda á leiguhúsnæði er mjög mikilvægt að gerður sé skriflegur leigusamningur og að úttekt af hálfu viðkomandi byggingarfulltrúa fari fram í upphafi leigutíma.

Þegar úttekt er gerð á húsnæði í upphafi eða við lok leigutíma skulu aðilar leigusamnings staðgreiða að jöfnu kostnað vegna úttektar.

Úttektina framkvæmir byggingarfulltrúi að viðstöddum leigusala og leigjanda eða umboðsmönnum þeirra. Á sérstaka úttektaryfirlýsingu, sem byggingarfulltrúinn leggur til, skal skrá sem ítarlegasta lýsingu á hinu leigða húsnæði og ástandi þess og getur leigjandi þá strax komið að aðfinnslum sínum og óskað úrbóta.

Á úttektaryfirlýsingu skal staðgreina nákvæmlega hið leigða húsnæði, geta fylgifjár, dagsetningar leigusamnings og aðila hans.

Úttektaryfirlýsing skal gerð í þríriti og skulu aðilar leigusamnings og byggingarfulltrúi undirrita hana og halda einu eintaki hver. Úttekt skal leggja til grundvallar ef ágreiningur verður um bótaskyldu leigjanda við skil húsnæðisins.

Aðilar skulu láta byggingarfulltrúa í té afrit af leigusamningi sem hann varðveitir með úttektaryfirlýsingunni.

Umsagnir viðskiptavina

Takk fyrir góðan vef.

Kær kveðja Björg