Leigusalar

Mikilvægi skriflegs leigusamnings

Áhættan af því að hafa ekki skriflegan leigusamning

Samkvæmt lögum skal leigusamningur um húsnæði vera skriflegur!

Samkvæmt húsaleigulögum hefur munnlegur samningur ákveðið gildi óháð því um hvað hefur verið samið munnlega.  Með öðrum orðum þá gildir ekki það sem sagt var ef annar aðilinn ákveður að skipta um skoðun og ákveður að halda einhverju öðru fram síðar.

Leigjandi íbúðar hefur rétt á að vera sex mánuði í eigninni

Uppsagnarfrestur á munnlegum húsaleigusamningi um íbúðir er í það minnsta 6 mánuðir og stundum lengri.  Á það bæði við um uppsögn af hálfu leigusala og leigjanda.  Mjög mikilvægt er að rétt sé staðið að uppsögninni til að hún teljist gild. Að öðrum kosti getur leigjandinn verið áfram í íbúðinni án þess að leigusalinn geti nokkuð að gert nema byrja uppsagnarferlið að nýju.

Leigjandi getur komist upp með að greiða minna en umsamdar greiðslur

Ef í gildi er munnlegur leigusamningur, getur leigusala reynst erfitt að sýna fram á um hvaða  leigufjárhæð var samið um á mánuði. Gildir það sama ef leigusali þarf að koma út leigjanda, leigjandi getur þá öðlast búseturétt í nokkra mánuði í óþökk eiganda. Hafið hugfast að erfitt getur reynst að fylgja vísitöluhækkunum á leiguverði í munnlegum leigusamningum.

Tjón á íbúð fæst illa eða ekki bætt

Nær útilokað er fyrir leigusala að fá tjón á íbúð bætt ef ekki er staðið rétt að frágangi leigusamnings, trygginga og úttekta í upphafi leigutíma.

Komdu í veg fyrir fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón með því að láta löggilta leigumiðlara hjá Leiga.is ganga frá samningi, strax fyrir upphaf leigutíma

Ef leigusali vill tryggja rétt sinn gagnvart innheimtu leigugreiðslna, skemmdum og uppsagnartíma verður hann að fara að lögum og hafa skriflegan leigusamning.

Allar breytingar á leigusamningi eða viðbætur við hann skulu gerðar skriflega og undirritaðar af aðilum samningsins.

Leigusamning má ýmist gera til ákveðins tíma eða ótímabundinn.

Leigusamningur telst ótímabundinn nema um annað sé ótvírætt samið. Um ótímabundna leigusamninga gilda ákvæði húsaleigulaga og húsaleigusamningsins um uppsagnir og uppsagnarfresti.

Sé leigusamningur tímabundinn lýkur honum án sérstakrar uppsagnar nema um annað sé samið.

Leiga.is tekur að sér gerð leigusamninga þannig að réttur beggja aðila sé ljós og tryggður.  Mistök við gerð leigusamninga leiða til í besta falli leiðinda og í versta falli til mikils fjárhagslegs- og tilfinningalegs tjóns.

Láttu löggilda leigumiðlara hjá Leiga.is ganga frá þínum samningi.  Hafðu samband sendu póst á leiga.is

Umsagnir viðskiptavina

Takk fyrir frábæra þjónustu.

Kristján