Þjónusta

Þjónustuskrá Leiga.is

Leiga.is er þjónustusíða á leigumarkaðnum, þar sem leigusalar geta skráð eignir sínar og auglýst FRÍTT.
Án skuldbindingar um að kaupa aðra þjónustu.

Leigjendur leita síðan FRÍTT að þeim eignum sem eru skráðar á síðuna.

Eftirfarandi þjónustuleiðir eru í boði fyrir leigusala íbúðarhúsnæðis - Við mælum eindregið með Þjónustu 1 !

Ef þú vilt fulla þjónustu hafðu þá samband á leiga@leiga.is.

Einnig getur þú skráð eignina og tekið fram í 'Athugasemd til starfsmanna Leiga.is' að þú viljir Fulla þjónustu og við höfum samband við þig í framhaldinu.

Öll verð eru með VSK.  Gjaldskrá m.v. 20. júní 2010.

Þjónusta 1 - Full þjónusta - Öll vinna í höndum Leiga.is:

Skráning á Leiga.is –

Löggildur leigumiðlari hjá Leiga.is kemur og skoðar og verðleggur eignina, tekur myndir og leggur drög að sýningu eignarinnar.

Allar fyrirspurnir um leigu á húsnæðinu berast til Leiga.is og leigusali er laus við áreiti og það að vera að sýna eignina margsinnis.

Að lokum er samið við álitlegan leigjanda í samráði við leigusala og löggildur leigusamningur útbúinn.

Þessi þjónusta er öll eða að hluta á sem nemur eins mánaðar leigufjárhæð viðkomandi eignar.

Ef um skammtímaleigu er að ræða er þjónustugjald samkvæmt samkomulagi.

Þjónusta 2:  Frískráning - Öll vinna og ábyrgð í höndum leigusala:

FRÍ skráning á Leiga.is –

Leigusali auglýsir FRÍTT í allt að 30 daga, eftir þann tíma er eignin tekin af skrá. Ef eignin er ekki komin í útleigu að þeim tíma liðnum, getur leigusali einfaldlega skráð eignina inn að nýju, FRÍTT.

Viðkomandi sér sjálfur um alla þætti útleigunnar og afskráir eignina af síðunni að því loknu.

Athugið að mikil áhætta getur fylgt því að ganga frá leigusamningi sjálfur, án nægjanlegrar þekkingar á lagalegum forsendum leigusamninga og trygginga.

Okkur berast fjölmargar fyrirspurnir í hverri viku, frá leigusölum, sem hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða vegna galla í leigusamningsgerð.

Leigusalar:  Áríðandi er að afskrá eignir strax og þær eru komnar í útleigu.

Sendið póst á leiga@leiga.is með heimilisfangi eignar, húsnúmeri og nafni eiganda eða umboðsmanns.

Önnur þjónusta:

    Ráðgjöf til leigusala og leigjenda, varðandi túlkun leigusamninga ef ágreiningur kemur upp milli aðila.  Ráðgjöf er miðuð við Húsaleigulög.  Grunngjald er kr. 5.900,-.
    Innheimta: Leiga.is sér um að innheimta leigutekjur fyrir leigusala. Þjónustugjald er sem nemur 3% af leigufjárhæð hvers mánaðar.
    Þóknun fyrir úttekt á húseign: Kemur til ef ekki verður af samning fyrir milligöngu Leiga.is kr. 18.675.-
    Framlenging samnings: Samningur yfirfarinn kr. 29.900.-
    Þjónusta við leigutaka: Leigutaki greiðir sérstakt gjald fyrir milligöngu samnings, aðstoð og staðfestingu trygginga, ásamt ráðgjöf, kr. 7.500,-.
    Forfallagjald: Leigjandi greiðir forfallagjald, ef hann hefur staðfest komu sína en mætir ekki án tilkynningar. Tilkynning þarf að berast a.m.k klukkustund fyrir sýningu. Forfallagjald er kr. 2.990,-..
    Afrit af leigusamningi, kr 1.000,-
    Öll önnur þjónusta sem Leiga.is veitir greiðist samkvæmt tímagjaldi kr. 9.500,- pr/klst.

Markmið og stefna Leiga.is:

Leiga.is var stofnsett árið 2006 af löggiltum leigumiðlurum og fasteignasölum, með það að markmiði að koma leigumarkaðnum á faglegra 'plan', en eins og allir vita hefur leigumarkaðurinn gegnum tíiðina, mjög oft einkennst af handahófskenndum vinnubrögðum og vanþekkingu á ábyrgð aðila á milli, við gerð leigusamninga 'yfir eldhúsborðinu'.  Því til vitnis eru mörg hundruð mál, sem komið hafa til kasta Kærunefndar húsnæðismála, vegna galla í leigusamningsgerð eða fjárhagstjóns og óþæginda, sem bæði leigusalar og leigjendur hafa orðið fyrir, vegna handvammar og vanþekkingar á leigusamningsgerð.

Leiga.is er frí þjónustusíða bæði fyrir leigusala og leigjendur.  Við sérhæfum okkur hins vegar í þeirri þjónustu við leigusala, að taka alfarið að okkur útleigu eigna, allt frá verðmati til undirritunar löggilts leigusamnings, þar sem báðum aðilum er kynnt réttarstaða sín og ábyrgð á samningnum.  Við leggjum mikið upp úr haldgóðum tryggingum sem um er samið við útleigu eignanna.  Leigusali er laus við allt áreiti og tímafrekar sýningar á eign sinni, við tökum það að okkur.

Leiga.is hefur frá stofnun haft milligöngu um mörg hundruð leigusamninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.  Við erum stolt af stórum hópi ánægðra viðskiptavina okkar, sem treysta okkur best fyrir útleigu sinna fasteigna.

 

Umsagnir viðskiptavina

Íbúðin fékk svona líka góðar móttökur, væri fínt ef þið gætuð tekið hana bara af skrá. takktakk

Stefanía