Um okkur

Leiga.is var stofnað árið 2006.

Leiguskjól ehf. rekur Leiga.is og er í samstarfi við JHS Leigumiðlun ehf. um atriði er snúa að starfsemi leigumiðlara.

Starfsfólk

Höfuðáhersla Leiga.is er að tryggja að starfsfólk okkar hafi þá þekkingu sem okkar viðskiptavinir ætlast til.

Við erum afar stolt af þeirri reynslu sem við höfum áunnið okkur sérstaklega í því umhverfi sem hefur skapast á Íslandi fyrir og eftir efnahagshrunið.

Okkar starfsfólk hefur mikla reynslu af fasteignatengdum málum, ásamt viðtækri reynslu af fjármála og tryggingamarkaðnum.

Starfsmenn Leiga.is hafa lokið námskeiði hjá Dale Carnegie.

Takk fyrir að leita til Leiga.is

 

 

 

 

 

Sandra Rós Briem
Deildarstjóri og sér um almenna símsvörun
og samskipti við viðskiptavini

 

Markmið og stefna Leiga.is:

Leiga.is var stofnsett árið 2006 af löggiltum leigumiðlurum og fasteignasölum, með það að markmiði að koma leigumarkaðnum á faglegra 'plan', en eins og allir vita hefur leigumarkaðurinn gegnum tíðina, mjög oft einkennst af handahófskenndum vinnubrögðum og vanþekkingu á ábyrgð aðila á milli, við gerð leigusamninga 'yfir eldhúsborðinu'.  Því til vitnis eru mörg hundruð mál, sem komið hafa til kasta Kærunefndar húsnæðismála, vegna galla í leigusamningsgerð eða fjárhagstjóns og óþæginda, sem bæði leigusalar og leigjendur hafa orðið fyrir, vegna handvammar og vanþekkingar á leigusamningsgerð.

Leiga.is er frí þjónustusíða fyrir leigusala.  Við sérhæfum okkur hins vegar í þeirri þjónustu við leigusala, að taka alfarið að okkur útleigu eigna, allt frá verðmati til undirritunar löggilts leigusamnings, þar sem báðum aðilum er kynnt réttarstaða sín og ábyrgð á samningnum.  Við leggjum mikið upp úr haldgóðum tryggingum sem um er samið við útleigu eignanna.  Leigusali er laus við allt áreiti og tímafrekar sýningar á eign sinni, við tökum það að okkur.

Leiga.is hefur frá stofnun haft milligöngu um mörg hundruð leigusamninga, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.  Við erum stolt af stórum hópi ánægðra viðskiptavina okkar, sem treysta okkur best fyrir útleigu sinna fasteigna.

Umsagnir viðskiptavina

Sæl. Íbúðin er leigð og þakka ykkur innilega fyrir þjónustuna. MbKv

Steindór